Þar sem ég er nú ennþá í pólitík í einhvern tíma í viðbót ákvað ég að halda ræðu á Alþingi í gær um efni sem mér finnst að þyrfti að komast til sem flestra. Staðan á Íslandi í dag. Förum yfir 6 punkta
1. Það tekur meðalforstjórann í Kauphöllinni tæplega einn og hálfan dag að vinna sér inn mánaðartekjur öryrkjans, eldri borgarans eða þess atvinnulausa. Rúmlega dagslaun forstjórans eiga að duga hinum í einn mánuð.
2. Ríkustu 10% Íslendinga eiga meira af hreinum eignum en restin af þjóðinni, sem eru 90% landsmanna.
3. Fjármagnstekjuskatturinn, sem er sá skattur sem hinir ríku greiða helst, er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.
4. Veiðileyfagjöldin, sem helst hinir stóru borga, lækkuðu um tæp 60% á þremur árum.
5. Á sama tíma búa allt að 35 þúsund Íslendingar við fátækt samkvæmt Hagstofunni. Af þeim eru 10 þúsund börn!
6. Á sama tíma hafa aldrei jafnmargir þurft að sækja sér mataraðstoð á Íslandi.
Þetta er fólk sem þarf jafnvel að neita sér um læknisaðstoð og getur ekki veitt börnum sínum þau gæði sem jafnöldrum þeirra þykja sjálfsögð. Þetta er fólk sem býr í vondum og jafnvel hættulegum húsum.
,,Hér er því til fólk sem á allt og hér er til fólk sem á ekkert.
Þetta finnst mér að stjórnmál ættu að snúast um.“ Segir Ágúst Ólafur Ólafsson þingmaður
Discussion about this post