Hefðbundin útgáfa starfsleyfa Matvælastofnunar til matvælavinnslu byggir á skilgreindu verklagi þar sem fyrst er gefið út skilyrt starfsleyfi til þriggja mánaða í kjölfar fyrstu skoðunar á vinnslu og gögnum sem eru til staðar. Á þeim tíma reynir á hvort innra eftirlit starfsleyfishafa sé að virka eins og áætlað var. Að þeim tíma liðnum er áætlað að fara í aðra úttekt, skilyrði sannreynd og fullgilt leyfi gefið út.
Þetta átti sér stað 2018 fyrir Hval hf. en í seinni úttekt kom í ljós að það vantaði ákveðin gögn í tengslum við innra eftirlit og áhættumat, svo ekki var hægt að gefa út fullgilda starfsleyfið á grundvelli reglugerðar nr 489/2009 með síðari breytingu 29. maí 2018. Fullnægjandi gögn bárust ekki fyrr en haustið 2021 og var þá gefið út fullgilt leyfi.
Stofnuninni bárust engar tilkynningar um að vöntun á fullgildu leyfi væri að hamla veiðum og vinnslu. Hvalur hf. gaf allt aðrar skýringar á því í fjölmiðlum á árunum 2019 – 2021 að hvalveiðar lágu niðri af hálfu fyrirtækisins umrædd ár.
Umræða