Ungur maður varð fyrir því óláni að bifreið hans var stolið ásamt verðmætum persónulegum munum hans. T.d. munum sem hann hefur við hendina þar sem hann er í björgunarsveit. Hann er með skipstjórnarréttindi og stundar nú sjómennsku og því stóð bíllinn á bílaplani uns þjófarnir létu til skara skríða.
Hér deilum við facebookfærslu ásamt myndum af bílnum og skorað er á fólk að deila henni, þar sem um töluvert tjón er að ræða og fólk er hvatt til að hafa samband við lögregluna ef það hefur séð bílinn eða veit eitthvað um málið:
ATH: Stolinn bíll á Kársnesi (Kia Ceed 2013)
Bílnum mínum var stolið af Kársnesi einhverntímann frá 14. mars – 19. mars síðastliðinn. Ég er á sjó og þess vegna tók lengri tíma að taka eftir að bílnum hafi verið rænt.
Bílnúmerið er TEZ31 og myndir af bílnum hér að neðan. Ath að það sést í hundabúr úr afturrúðunni eins og á myndunum.
Innhringjandi tilkynnti að hann hafi séð til bílsins þann 16. mars á þeim punkti sem síðasta myndin sýnir fyrir sunnan Sundlaug Kópavogs. Ef einhver hefur rekist á bílinn þætti mér vænt um að fá skilaboð eða tilkynningu til lögreglu.
Umræða