Um klukkan 22:00 í gær var tilkynnt um menn sem væru vopnaðir hnífum utan við skemmtistað í miðbænum. Lögregla brást strax við og sendi fjölmennt lið á vettvang en mennirnir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn.
Skömmu síðar var tilkynnt um að manni væri haldið utan við skemmtistað í miðbænum og var talið á málin tengdust. Lögregla sem var við leit vegna fyrra málsins náði mönnunum eftir skamma stund og voru fjórir handteknir á vettvangi vegna málsins. Þeir höfðu hlaupið undan lögreglu og reynt að losa sig við áberandi fatnað sem fannst einnig við handtökustaðinn.
Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins en rannsókn er á frumstigi.
Umræða