Kl. 21:28 í kvöld var Neyðarlínu tilkynnt um umferðarslys sunnan við Æsustaði í Langadal, en þar varð bílvelta.
Björgunarlið frá lögreglu, sjúkraliði og LHG er á vettvangi og björgunarsveitir sjá um lokanir vegna þessa, en umferð er beint um Þverárfjallsveg.
Frekari uppl. til fjölmiðla verða fyrst gefnar af lögreglu á Norðvesturlandi eftir að aðgerðum á vettvangi er lokið.
Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur- Húnavatnssýslu segir í viðtali við Rúv. að einn verði fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á Landspítala. Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á vettvang og unnið er að því að flytja hinn slasaða í þyrluna.
Umræða