Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi.
Sagði forseti í kveðjunni að hugur okkar væri hjá þeim sem misst hefðu ástvini eða orðið fyrir árásum; og að ekkert geti réttlætt slík grimmdarverk.
Jafnframt kvaðst forseti vona að umburðarlyndi í trúarlegum efnum, sem fyrir hendi væri í Srí Lanka, mundi ná að dafna og aukast í framtíðinni.
Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, einnig sent Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, samúðarkveðju frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkanna.
Umræða