• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 13. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

COVID 19: Hertar kröfur um sóttkví komufarþega

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
23. apríl 2021
in Fréttir, Innlent
A A
0

 

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 tekur gildi þriðjudaginn 27. apríl næstkomandi. Með reglugerðinni er innleidd skylda komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi komi þeir frá löndum þar sem nýgengi COVID-smita er yfir tilteknum mörkum sem skilgreind eru í reglugerðinni. Birt verður auglýsing í Stjórnartíðindum með lista yfir þau lönd sem um er að ræða á hverjum tíma en stjórnvöld munu endurmeta listann eftir því sem efni standa til.

Ákvæði reglugerðarinnar sem lúta að skyldudvöl í sóttvarnahúsi eru sett með stoð í lögum nr. 23/2021 um breytingu á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga sem samþykkt voru á Alþingi 22. apríl síðastliðinn. Lagabreytingin felur m.a. í sér ákvæði til bráðabirgða sem heimilar heilbrigðisráðherra að setja reglugerð sem skyldar ferðamenn sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Ákvæði reglugerðar heilbrigðisráðherra um skilgreiningu hááhættusvæða skal byggja á tillögu sóttvarnalæknis.

Helstu breytingar sem taka gildi frá og með þriðjudeginum 27. apríl

Þeim sem koma frá skilgreindum hááhættusvæðum verður skylt að dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi nema fyrir liggi undanþága frá sóttvarnalækni. Slík undanþága kemur ekki til greina komi fólk frá svæðum eða löndum þar sem 14 daga nýgengi smita er 700 eða meira á hverja 100.000 íbúa. Til hááhættusvæða telja þau svæði eða lönd þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er 500 eða meira eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir.

Skilyrðislaus sóttkví í sóttvarnahúsi: Farþegar sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er 700 eða meira á hverja 100.000 íbúa þurfa skilyrðislaust að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi meðan beðið er seinni skimunar eftir komunnar til landsins.

Sóttkví í sóttvarnahúsi með möguleika á undanþágu: Farþegar sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er á bilinu 500 til 700 á hverja 100.000 íbúa þurfa að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi nema sóttvarnalæknir veiti undanþágu frá þeirri skyldu. Sækja þarf um slíka undanþágu að lágmarki tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins.

Heimasóttkví: Þeim sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er innan við 500 á hverja 100.000 íbúa er heimilt að vera í sóttkví á eigin vegum, geti þeir uppfyllt skilyrði sóttvarnalæknis um heimasóttkví.

  • Reglugerð heilbrigðisráðherra
  • Auglýsing nr. 436/2021, um svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði vegna COVID-19 
  • Minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, dags. 22. apríl 2021
Umræða
Share14Tweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Eru vegtollar lausnin?

    Hringveginum verður lokað í báðar áttir

    58 deilingar
    Share 23 Tweet 15
  • Ríflega 150% verðmunur á fiski – Veiðigjöld greidd í samræmi við heimatilbúið tombóluverð

    15 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Hitinn getur farið yfir 28 stig – mögulegt að met verði slegin

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
  • Veitingahúsið Eyri er fimm stjörnu og er við Hjalteyri

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Alvarlega slasaður vegna hnífsstungu

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?