,,Við kíktum félagarnir í árlega vorveiði í Húseyjarkvísl á dögunum“ sagði Bjarni Bjarkason er við spurðum um veiði, en þeir félagar fengu 90 fiska I ferðinni.
,, Annað árið í röð vorum við ansi heppnir með aðstæður. Veturinn sleppti tökunum rétt áður en við mættum og áin nýbúin að hreinsa sig á fyrstu vakt.
Það var mikið líf, tökur og fjör á öllum stöðum sem kastað var á. Við fengum svo nokkuð rólegt vorveður heilt yfir og veiddum vel bæði á straumflugur og púpur“ sagði Bjarni enn fremur.
Myndir Bjarni
Umræða