Þetta er stórmerkilegt mál að einn æðsti embættismaður ríkisins stigi fram og staðfesti það að landinu sé stjórnað af hagsmunaklíkum.
Það sést best á hans orðum hversu spillingin er orðin samdauna pólitíkinni og stórútgerðinni.
Lækningin sem hann bíður uppá er samt sem áður ekki góð, því allir verða að bera ábyrgð á gjörðum sínum og orðum. Ætti engum að detta í hug að Alþingi setji sérstök skaðleysislög til þess að vernda opinbera starfsmenn, en þeir eru um 70,000 talsins í landinu.
Við erum nefnilega komin í vandræði með stórútgerðina og hún er að stjórna landinu með ótta í boði stjórnvalda, eins og skottið sem dillar hundinum. Stórútgerðin er ógnvaldurinn.
.
Þetta er stórmerkilegt mál að einn æðsti embættismaður ríkisins stigi fram og staðfesti það að landinu sé stjórnað af…
Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Friday, 23 April 2021
Umræða