Bílasala fer vel af stað á þessu ári en nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar samtals 3.958. Á sama tímabili fyrra voru þær 2.408 og er því aukningin um 64,4%. Nýskráningar til almennra notkunar eru 61,8% og til bílaleiga 37,4% af því er fram kemur í nýjum tölum frá Bílagreinasambandinu.
Það sem af eru árinu eru flestar nýskráningar í rafbílum, alls 37%. Tengiltvinnbílar eru í öðru sæti með 26,8% hlutdeild og hybridbílar með 16,2%. Dílilbílar eru með 10,1% hlutdeild og bensínbílar 9,9%.
Flestar nýskráningar eru í Toyota en þær eru orðnar 609. Kia er í öðru sæti með 541 nýskráningu og Hyundai með 389 bíla. Tesla er í fjórða sætinu með 336 bíla, Mitsubishi með 283 og Volvo með 195.
Umræða