Alls hafa fjórir skjálftar mælst í dag og sá næst stærsti kom rétt á undan þristinum, kl 15:10 ,og mældist hann 2,8 að stærð.
Í dag klukkan 15:15 mældist skjálfti 3,3 að stærð um 3,4 km norðaustur af Grímsfjalli. Síðast mældist í skjálfti yfir þremur að stærð í Grímsvötnum í desember 2022 og þar á undan í ágúst 2022.
Nánari upplýsingar um Grímsvötn má finna hér:https://icelandicvolcanos.is/?volcano=GRV
Í nótt, kl 03:34 mældist skjálfti 3,2 að stærð í Bárðarbungu. Skjálftar af þessari stærð eru algengir í Bárðarbungu en skjálftar af sömu stærð mældust bæði í mars og febrúar síðastliðinn. Enginn órói hefur mælst á hvorugu svæðinu.
Nánari upplýsingar um Bárðarbungu kerfið má finna hér: https://icelandicvolcanos.is/?volcano=BAR#
Umræða