Hjónin Anna og Vegard Voll frá Sola í Rogaland fylki í Noregi voru að hefja byggingu á stóru fjósi, framkvæmdin er upp á aðra hundruð milljón króna.
,,Við erum nú stöðvuð af draugum fortíðar. Það er mjög pirrandi,“ segja hinir ungu bændur. Málinu lauk með því að hjónin verða að greiða tæpar 10 milljónir í kostnað en þau eru enn í málaferlum við ríkið.
,,Við vorum að veðja á framtíðina en finnum þá átta Víkingagrafir sem að stöðva allar framkvæmdir okkar við að byggja hér nýtt fjós. Nú hefur hið opinbera lagt strangt bann á allar framkvæmdir hér á jörðinni okkar.“
,,Konungarnir frá víkingartímum hafa algeran forgang og við urðum að senda kýrnar beinustu leið í sláturhúsið,“ segja bændurnir Anna og Vegard Voll.
Þau höfðu gert fimm ára áætlun og voru tilbúin til að fjárfesta fyrir á annað hundrað milljónir króna vegna framkvæmdanna við nýtt hátækni fjós. Byggðastofnun Noregs greiddi rúmlega sjö milljóna króna nýsköpunarstyrk til framkvæmdanna.
En þá fundust átta víkingagrafir víðs vegar um garðinn. ,,Við erum með víkinga og kónga grafna hér út um allan garðinn hjá okkur.“
Kostnaður vegna málsins fellur á ungu bændurna, ekki aðeins byggingaferlið tefst hjá þeim heldur þurfa þau að borga um tíu milljónir úr eigin vasa til þess að grafa upp víkingana og kóngana og þær minjar og muni sem að þeim kann að fylgja.
En þeim þykir ansi óréttlátt að þeim beri að greiða þann reikning. ,,Það má segja að allur styrkurinn sem að við fengum upp á sjö milljónir rúmar, fari allur á einu bretti í þetta verk og meira til, og er það mjög bagalegt vegna þess að það setur strik í reikninginn hjá okkur.“ segja þau.
Hið opinbera er að vinna nú varðandi mál sem þessi sem skiljanlega koma ekki oft upp og er verið að leggja til að ríkið yfirtaki jarðir og eða greiði a.m.k. allan kostnað.
Þau höfðu gert fimm ára áætlun og voru tilbúin til að fjárfesta fyrir á annað hundrað milljónir króna vegna framkvæmdanna við nýtt hátækni fjós. Byggðastofnun Noregs greiddi rúmlega sjö milljóna króna nýsköpunarstyrk til framkvæmdanna.
En þá fundust átta víkingagrafir víðs vegar um garðinn. ,,Við erum með víkinga og kónga grafna hér út um allan garðinn hjá okkur.“
Kostnaður vegna málsins fellur á ungu bændurna, ekki aðeins byggingaferlið tefst hjá þeim heldur þurfa þau að borga um tíu milljónir úr eigin vasa til þess að grafa upp víkingana og kóngana og þær minjar og muni sem að þeim kann að fylgja.
En þeim þykir ansi óréttlátt að þeim beri að greiða þann reikning. ,,Það má segja að allur styrkurinn sem að við fengum upp á sjö milljónir rúmar, fari allur á einu bretti í þetta verk og meira til, og er það mjög bagalegt vegna þess að það setur strik í reikninginn hjá okkur.“ segja þau.
Hið opinbera er að vinna nú varðandi mál sem þessi sem skiljanlega koma ekki oft upp og er verið að leggja til að ríkið yfirtaki jarðir og eða greiði a.m.k. allan kostnað.
,,Markmið okkar var að skapa okkur vinnu sem að við gætum lifað sómasamlegu lífi af en nú er komið annað upp á teninginn. Ríkið vinnur mjög hægt í málinu og við fáum engin svör.
Uppfært: Nú fimm mánuðum eftir að málið kom upp er niðustaða komin sem að hljóðar upp á að hjónin verða að greiða 700.000 norskar krónur í kostnað eða 9,1 milljón íslenskar krónur. Þá er ótalið tjónið vegna seinkunnar á byggingu á fjósi og skemmum o.þ.h eins og til stóð fyrir um hálfu ári síðan.
Eggert Skúli Jóhannesson
Umræða