Fjölgun námskeiða fyrir fósturforeldra – Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri. Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl.
Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri en þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu.
Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl. Frá árinu 2004 hefur
Barnaverndarstofa undirbúið fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur með námskeiði sem byggir á bandarísku kennsluefni í fósturmálum, Foster Pride. Á námskeiðinu fer einnig fram ákveðið hæfnismat. Námsefnið hefur einnig verið innleitt á Norðurlöndum og víðar um Evrópu. Um 500 þátttakendur hafa lokið Foster Pride námskeiði hér á landi á 14 ára tímabili en námskeiðin hafa verið haldin tvisvar á ári.
Sú nýbreyttni varð árið 2017 að bjóða sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri en þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu. Námskeiðið byggir á Foster Pride kennsluefninu en er stytt og aðlagað að þörfum hópsins. Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl. en fyrirhugað er að endurtaka námskeiðið í haust.
Þann 8. júní sl. lauk Foster Pride námskeiði, þar sem 16 fósturforeldrar luku hæfnismati og bættust í hóp fósturforeldra. Fyrsta námskeiði ársins 2018 lauk 27. apríl sl. þar sem 19 fósturforeldrar bættust í hópinn.
Næsta Foster Pride námskeið hefst 1. september nk. og er mögulegt að bæta við þátttakendum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bvs@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.