Öll hús skulu vera máluð grá, stjórnin ákvað gráan lit á öll hús og íbúarnir hafa ekkert um það að segja. Málun húsa er byrjuð af fullum krafti
Íbúarnir eru allir neyddir til þess að mála húsin grá. Hús sem eru gul, græn og rauð, verða grá hjá kaupleigufélagi um húsnæði í Þrándheimi í Noregi. Stjórnin ákvað að mála öll húsin, án þess að íbúar hafi fengið að taka þátt í ákvörðuninni. Þrátt fyrir harða andstöðu þeirra sem að hafa gert kaupleigusamninga við fyrirtækið sem á húsin, þá verða húsin samt máluð grá og þegar er byrjað að mála.
,,Byggingar eru gráar, bílarnir eru gráir, innandyra er allt grátt og húsin verða núna líka máluð grá að utan. Þessi þróun getur ekki verið heilsusamleg.“ Segir Sten Skogland, einn íbúa hjá Granlund sem er eigandi húsanna í Þrándheimi.
,,Þrír stjórnarmenn tilkynntu okkur stuttlega að málarameistari hafi verið ráðinn til að mála öll húsin okkar grá. Þeir gerðu það án þess að ræða við okkur og okkur hefur verið sagt að við getum ekki neitað.“ Segir Skogland, sem telur að ferlið sé eins dapurt og liturinn sem húsið hans fær fljótlega.
Sumir hafa sagt að þeir muni selja en aðir ætla láta gráa litinn yfir sig ganga
,,Þetta er mjög mikilvægt mál fyrir okkur, sumir hafa sagt að þeir vilji selja, þeir vilja ekki búa í húsaröðum þar sem hún lítur út eins og grátt fangelsi.“’ Segir Svein Erling Lode. Á vetrarmánuðunum Þegar það er ömurleg veður úti, er húsið hans samt í líflegum lit, segir hann. Nú verður allt litlaust og það gerir mig reiðan.“
Gurli Blomberg flutti í hverfið í mars. Hún upplifði húsnæðið sem sérstaklega aðlaðandi vegna litanna. Nú er fallega græna húsið hennar þegar orðið grátt. ,,Það var ánægjulegt að koma í húsið með þeim lit sem var á húsinu þegar ég flutti inn. Ég vil helst ekki vera ein af þeim sem að ætlar að flytja, en ég verð að segja álit mitt og Það mun bara hafa neikvæð áhrif á okkur að sitja uppi með þennan gráa lit á öllum húsunum.“ segir Blomberg.
Grátt er róandi
Granlund fyrirtækið sem selur húsin út með kaupleigusamningum gefur lítið fyrir áhyggjur íbúanna yfir grá litnum sem að öll húsin eru nú að klæðast hratt og örugglega. Formaður Granlund, Tore Berdal, staðfestir að stjórnin hafi tekið ákvörðun um að mála húsin grá og að engin íbúi geti neitað að mála húsið sitt grátt. Beyond það vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti.
Hins vegar fá hann og aðrir stjórnendur félagsins, stuðning frá nokkrum íbúum, þar á meðal eru Karen og Olav Gustad.. ,,Ég held að ákvörðunin sé góð. Grár litur er fínn, ég held að grár litur og að vera með hvíta karma sé mjög fínt. En það mun alltaf vera einhver ágreiningur þegar fólk er að ræða um liti“ Segir Karen Gustad.
Lögfræðingur telur að ákvörðunin um litarvalið sé ekki góð
Stjórn húsnæðisfyrirtækisins hefur vald til að ákveða litabreytingar, útskýrir lögfræðingur Anders Leisner:
,,En þetta er umtalsverð breyting sem varðar alla íbúa af miklum þunga og ég held að það sé ljóst að ákvörðunina um að mála hús sem var í líflegum litum niður í það að vera alveg grátt og litlaust sé umdeild.
Leisner, sem er forseti húseigendafélagsins, segir að hægt sé að krefjast sérstaks aðalfundar í málum eins og þessu. ,,Ef meira en 10 prósent íbúa vilja halda auka fund til þess að takast á um málið, geta þeir farið fram á það. Þá geta allir kosið í málinu. Niðurstaðan af atkvæðagreiðslu gildir – ekki ákvörðun stjórnar.