Ellefu miðaeigendur skiptu með 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 337 milljónir, átta miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Litháen, einn á Spáni og einn í Tékklandi. Það voru einnig ellefu spilarar sem deildu með sér 3. vinningi og fær hver um sig rétt tæplega 32 milljónir. Litháen, Spánn, Danmörk og Tékkland fengu hvert um sig einn vinning og 7 miðar voru keyptir í Þýskalandi.
Heppnin var svo sannarlega með miðaeiganda í Kiel í Þýskalandi sem gerði sér lítið fyrir og landaði 1. vinningi í EuroJackpot í kvöld, sá vinningur var ekki af verri endanum eða rúmlega 17,8 milljarðar króna.
Jóker; engin var með 1. vinning en tveir með 2. vinning sem nemur 100 þúsund krónum. Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í appinu.
Umræða