Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 300 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með um fimmtán F-15 orrustuþotur.
Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 31. júlí til 08. ágúst.
Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Ráðgert er að verkefninu ljúki í lok ágúst. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia, en samanber samning við utanríkisráðuneytið annast Landhelgisgæsla Íslands framkvæmd varnartengdra verkefna samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008.