Hæg norðaustlæg eða breytileg átt í dag og yfirleitt skýjað, en léttskýjað norðvestantil á landinu og lítilsháttar væta um austanvert landið. Léttir heldur til sunnanlands með deginum og má búast við skúrum síðdegis þar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Vaxandi norðaustanátt í kvöld og nótt, fyrst á Vestfjörðum, norðaustan 8-15 m/s á morgun. Fer að ringa um austanvert landið í fyrramálið og þykknar upp norðvestantil með dálítilli vætu þar um kvöldið, en lengst af léttskýjað suðvestanlands. Kólnar lítið eitt, hiti 7 til 17 stig á morgun, svalast við norðurströndina en hlýjast á Suður- og Vesturlandi.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en síðdegisskúrir sunnanlands. Gengur í norðaustan 8-15 í kvöld og nótt, fyrst á Vestfjörðum. Víða rigning á morgun, en úrkomulítið NV-lands og birtir til á S-landi. Hiti 10 til 20 stig í dag, hlýjast fyrir sunnan, en heldur svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðan 8-13 m/s og dálítil rigning NV til, en annars hægari breytileg átt og skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 13 stig fyrir norðan, en allt að 18 stigum á Suðurlandi.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-13 m/s og víða rigning, en úrkomulítið á S- og V-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og rigning í flestum landshlutum, en styttir upp NA-lands seinni partinn. Hiti víða 11 til 16 stig.
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum, en úkomulítið fyrir norðan. Hiti víða 13 til 18 stig.
Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt og væta í flestum landshlutum, en áframhaldandi hlýindi.