Slökkvilið, Björgunarsveit og sjúkrabíll kölluð út
,,Við fórum í útkall í dag við Kleifarvatn þar sem barn rak hratt frá landi á rekaldi. Við brugðumst skjótt við og fórum með gúmmíbát á staðinn, einnig komu vinir okkar í Björgunarsveitinni Þorbirni ásamt sjúkrabíl frá Grindavík.
Faðir drengsins var búinn að ná honum á þurrt þegar viðbragðsaðilar komu og varð drengnum ekki meint af sem betur fer.
Við viljum hvetja alla til að fara varlega í kringum vötn þar sem straumar geta verið mjög sterkir.“ Segir upplýsingafulltrúi Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir vel heppnaða björgun en betur fór en á horfðist
Umræða