Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Meirihluti landsmanna telur vel hafa verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor, eða rúmlega 64% á móti tæplega 15% sem telja hafa verið illa staðið að henni. Til samanburðar töldu 6% hafa verið vel staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í bankanum fyrir þremur árum en ríflega 87% illa.
Eins og fyrir þremur árum telja karlar frekar en konur að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í bankanum.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins telja frekar en íbúar landsbyggðarinnar að vel hafi verið staðið að sölunni. Þau sem hafa
framhalds- eða háskólapróf telja frekar að vel hafi verið staðið að sölunni en þau sem hafa minni menntun að baki.
Þau sem kysu Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag telja helst að vel hafi verið staðið að sölunni á
meðan þau sem kysu Miðflokkinn telja helst að illa hafi verið staðið að henni. Þegar spurt var fyrir þremur árum taldi ríflega
fjórðungur þeirra sem hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma að vel hefði verið staðið að sölunni þá, á móti um 1-6%
þeirra sem hefðu kosið aðra flokka.
Spurt var:
• Hversu vel eða illa telur þú að staðið hafi verið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í maí síðastliðnum?
Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 26. júní til 14. júlí 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.846 og þátttökuhlutfall var
45,7%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.