Norska flugfélagið Norwegian er enn á ný nær gjaldþrota og peningar sem ríkið lagði til í vor á þrotum. Því er unnið að björgun félagsins fyrir veturinn. Helst eru bundnar vonir við að norska ríkið kaupi hlut í félaginu. Þetta kemur fram á vef RÚV
Ríkið ábyrgðist 40 milljarða
Fram kemur að forstjóri Norwegian segir að sumarið hafi farið verr með félagið en vonir stóðu til í vor. Ríkið hafi fallist á að ábyrgjast lán upp á 3 milljarða norskra króna – jafnvirði 40 milljarða íslenskra – til að halda lofti undir vængjum hjá Norwegian þar til úr rættist. Þeirr peningar eru nú nær horfnir í taprekstrinum eftir sumarvertíðina og við tekur mjög erfiður og tvísýnn vetur þar sem litlar sem engar líkur eru á fólk fái að fljúga til útlanda– nema í fyrsta lagi næsta vor en það veit enginn. Ef til vill ekki þá heldur. Veiran lifir nú betra lífi en nokkru sinni frá því í mars og enn nýjar takmarkanir á ferðafrelsi eru í undirbúningi segir í fréttinni.
Unnið að nýjum björgunarpakka
Jakob Schram, forstjóri Norwegian, segir við fjölmiðla að þetta hafi verið ljóst í vor ef kórónusmitið héldi áfram í sumar og haust. Því sé unnið að nýjum björgunarpakka. Afgangurinn af peningunum frá ríkinu í vor endist bara fram undir jól. Ein besta tekjulind Norwegian hefur verið sala á helgarferðum til stórborga Evrópu öll haust og fram að jólum. Þessi markaður eru núna horfinn og fólkið leitar í staðinn í fjallferðir innanlands. Flugfélag græðir ekkert á gönguferðum. Hægt er að lesa hér ítarlega umfjöllun á Rúv um hið hræðilega ástand sem uppi er í flugrekstrinum.