Aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar, tíu ára stúlku sem fannst látin sunnudagskvöldið 15. september, hafa efnt til söfnunar fyrir móður stúlkunnar á þessum erfiðu tímum.
Í orðsendingu til fréttastofu segir að móðir Kolfinnu þurfi á styrk að halda og því hafi þeir viljað setja af stað söfnun svo hægt sé að létta undir með henni.
„Hjörtun okkar eru brotin, þar sem ljósið hennar Kolfinnu Eldeyjar okkar slökknaði allt of snemma. Kolfinna Eldey var 10 ára dásemdarstelpa. Hún var óendanlega ljúf og hjartahlý stelpa, með endalausa sköpunargáfu,“ segir í tilkynningu.
Styrktarreikningurinn er í nafni móður Kolfinnu Eldeyjar:
Reikningsnúmer: 0192-26-21239
Kennitala 170483-4569
Að lokum er fólk beðið um að kveikja á kerti fyrir Kolfinnu.
„Ljósið lifir í minningu hennar og í hjörtum okkar allra.“
Umræða