Verðlagsnefndin er skipuð sjö einstaklingum. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar.
Samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands, hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Í samræmi við ákvæði búvörulaga féll það því í hlut félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna þessa tvo fulltrúa.
Verðlagsnefnd búvara er þannig skipuð:
• Friðrik Már Baldursson, formaður, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
• Arnar Árnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
• Guðrún Lárusdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
• Pálmi Vilhjálmsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
• Jóhanna Hreinsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
• Ragnar Árnason, tilnefndur af félags- og jafnréttismálaráðherra
• Helga Ingólfsdóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismálaráðherra
Einnig hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipað Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra mjólkurvinnslunnar Örnu, sem fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina.