1.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Þessu rugli verður að linna

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Hvað finnst ykkur?

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR skrifar um söluna á Mílu – ,,Finnst okkur þetta bara í fullkomnu lagi?“
Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Símanum eða tæp 62% hlut með beinum og óbeinum hætti í gegnum hina ýmsu fjárfestingarsjóði. Nú ætla þeir að selja Mílu, einu mikilvægustu innviði samfélagsins, til erlends sjóðs og jafnvel að kaupa einhvern hluta sjálfir, af sjálfum sér, sem er eins og að selja sjálfum sér fasteign til þess að geta leigt hana aftur af sjálfum sér.

Þessu rugli verður að linna. Stjórnendum lífeyrissjóðanna virðist alveg sama hvað okkur eigendunum finnst því þurfum við að bretta upp ermar og koma þeirri breytingu í gegn að sjóðfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna.

Eða finnst okkur þetta bara í fullkomnu lagi?

Hver man ekki eftir því þegar Landssíminn var seldur Bakkavararbræðrum, sem staðgreiddu ríkinu fyrir kaupunum. En man einhver eftir því hvað gerðist svo? Jú, Bakkavararbræður fóru daginn eftir í lífeyrissjóðina og fjármögnuðu kaupin eftirá með skuldabréfaútboði.

Lífeyrissjóðirnir sátu svo eftir með verðlaus skuldabréf. Og engin veit hvað varð um peningana sem ríkið fékk eða lífeyrissjóðir töpuðu. Það má því segja að lífeyrissjóðirnir hafi borgað ríkinu að stórum hluta fyrir kaupin á Landssímanum, félag sem aðrir keyptu.

Hvað segir fólkið þarna úti? Er þetta ekki orðið gott? Er ekki tími til kominn að sjóðfélagar lífeyrissjóðanna/eigendur þeirra, taki þá yfir?