7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Gjöfin sem gleður….eða ekki

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Færst hefur í vöxt að fyrirtæki og sveitarfélög kaupi gjafabréf fyrir starfsfólk sitt og gefi í jólagjöf eða við önnur tækifæri. Nokkuð hefur verið um kvartanir vegna slíkra bréfa og þá helst yfir því að gildistíminn sé óvenju stuttur.

Neytendasamtökin eiga erfitt með að skerast í leikinn þar sem ekki er um að ræða eiginleg neytendakaup heldur fyrirtæki/sveitarfélag sem kaupir vöru/þjónustu af öðru fyrirtæki. Í þeim tilfellum sem samtökin hafa heyrt af hefur seljandi gefið góðan afslátt af kaupunum enda verið að kaupa mikið magn gjafabréfa á einu bretti. Á móti kemur að skilmálarnir eru þrengri en almennt gerist.

Þótt Neytendasamtökin hafi fengið kvartanir vegna þessa er ekki hægt að fullyrða að gjafabréfin komi ekki í flestum tilfellum að góðum notum. Neytendasamtökin hvetja þó fyrirtæki sem kaupa gjafabréf fyrir starfsfólk sitt til að fara fram á eðlilegan gildistíma gjafabréfa sem er 4 ár hið minnsta og er í samræmi við almennan fyrningarfrest á kröfum. Að sama skapi eru eigendur bréfanna hvattir til að skoða skilmálana vel og nýta gjafabréfin áður en þau renna út á tíma.