Veðuryfirlit
Um 750 km S af Dyrhólaey er víðáttumikið 964 mb lægðarsvæði sem þokast N. Samantekt gerð: 23.11.2022 14:07.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 10-18 m/s, en 18-25 í vindstrengjum á sunnanverðu landinu í fyrstu, en dregur síðan úr vindi. Él eða skúrir austan- og norðanlands og rigning um tíma sunnanlands, en þurrt suðvestantil. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Austan og norðaustan 8-15 á morgun en sums staðar 13-18 sunnanlands og á Vestfjörðum. Víða rigning, talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi og á Austfjörðum, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Spá gerð: 23.11.2022 15:41. Gildir til: 25.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 10-18 og bjart með köflum en hvassara um tíma á Kjalarnesi. Hiti 2 til 5 stig.
Austan og norðaustan 8-13 á morgun, skýjað að mestu og dálítil væta öðru hverju. Hiti 5 til 8 stig.
Spá gerð: 23.11.2022 15:41. Gildir til: 25.11.2022 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-15. Yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og talsverð rigning um tíma á Austfjörðum. Hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag:
Austlæg átt 5-13 og rigning eða súld á köflum, en víða þurrt um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt með rigningu og jafnvel slyddu inn til landsins norðaustantil, en úrkomulítið á Vesturlandi. Heldur kólnandi.
Á mánudag:
Líkur á suðvestlægari átt með skúrum eða slydduéljum, en styttir smám saman upp á austurhelmingi landsins. Hiti að 5 stigum vestantil, annars um frostmark.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en yfirleitt þurrt norðaustanlands.