-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Ákærður fyrir manndráp á Selfossi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoða á Kirkjuvegi 11 á Selfossi þann 11. nóvember síðastliðinn. Par lést í eldsvoðanum.
Maðurinn er ákærður fyrir manndráp en manndráp af gáleysi til vara.
Hann er jafnframt ákærður fyrir að valda eldsvoða en hann var handtekinn á vettvangi, skömmu eftir að eldurinn kom upp eins og greint var frá á Fréttatímanum, en blaðamaður var á vettvangi við húsið á Selfossi, skömmu eftir að slökkvilið var kallað út.
Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og farið var fram á framlengingu gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Suðurlands í dag. RÚV greinir frá þessu.
Kona sem einnig var handtekin eftir að eldurinn kom upp hefur jafnframt verið ákærð fyrir að hafa ekki gert það sem í hennar valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoðanum.