Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn í hádeginu eftir að áhyggjufullur vegfarandi tilkynnt um mann sem gekk út vatnið kl. 12.10. Fjöldi viðbragðaðila hélt þegar á vettvang, en um 50 mínútum eftir að tilkynningin barst kom maðurinn sjálfur upp úr vatninu austan megin og var hann heill á húfi. Maðurinn mun hafa verið við köfun í Kleifarvatni og var hann einn á ferð.
Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan.
https://gamli.frettatiminn.is/24/01/2021/fell-ofan-i-kleifarvatn/
Umræða