-4.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 8. febrúar 2023
Auglýsing

Birtir mynd af Jóni Þresti úr öryggismyndavél

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan í Dyflinni á Írlandi biðlar til almennings um aðstoð í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem ekkert hefur spurst til í rúmar tvær vikur. Í færslu á Facebook er birt mynd af Jóni Þresti úr öryggismyndavél og sagt frá því að síðast hafi sést til hans í Whitehall um ellefu leytið laugardaginn 9.febrúar að sögn Rúv sem að birti fréttina fyrst.

,,Jón Þröstur Jónsson fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni um þar síðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann hélt út frá hótelinu sem þau dvöldu á um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan.

Írska lögreglan hélt blaðamannafund í morgun vegna hvarfs Jóns Þrastar. Tæplega 100 manns tóku þátt í umfangsmikilli og skipulagðri leit að Jóni Þresti í gær sem bar þó ekki árangur. Fram kom á blaðamannafundi írsku lögreglunnar í morgun að lögregluyfirvöld vilja hvetja almenning til að aðstoða við leitina að Jóni Þresti. Einnig var birt ný mynd af Jóni Þresti þar sem hann sést í öryggismyndavél rétt áður en hann hvarf. Lögreglan sagði fjölskyldu Jóns Þrastar vera örvæntingarfulla og áhyggjufulla og hvatti alla þá sem eitthvað vita að leita til lögreglunnar.
Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við fréttastofu að öll fjölskyldan sé lurkum lamin eftir síðustu daga. Fjölskyldan haldi leit sinni áfram næstu daga og hefur nokkur fjöldi sjálfboðaliða viljað taka þátt í dag.
Nokkrar ábendingar hafi borist lögreglu frá almenningi eftir leitina í gær, og hafi hann sjálfur meðal annars safnað upptökum úr eftirlitsmyndavélum af svæðinu þar sem Jón Þröstur sást síðast. Nú þurfi lögreglan að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem söfnuðust saman í gær og mun fjölskyldan funda með lögreglunni fljótlega.
Davíð segist vongóður um að írska björgunarsveitin verði kölluð út til að aðstoða við leitina en verði það ekki gert mun fjölskyldan skipuleggja aðra hópleit líkt og fór fram í gær.
Utanríkisráðherra Íslands kemur til með að hitta utanríkisráðherra Írlands eftir helgi og fara yfir málið.
Fram kom í fréttum RÚV í gær að írska lögreglan telji málið með undarlegri mannshvörfum sem þeir hafa séð. Jón var hvorki með síma né veski á sér og því er ekki hægt að styðjast við símagögn né kortanotkun.“ Segir á vef RÚV.