Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 13-20 m/s og rigning eða slydda en hægari og úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í sunnan 8-15 og styttir upp í kvöld, fyrst suðvestantil. Suðaustan 10-18 á morgun, en mun hægari um landið austanvert. Rigning vestantil, annars þurrt. Vaxandi austlæg átt seint á morgun, 15-23 og víða rigning seint annað kvöld, hvassast syðst. Hiti 3 til 8 stig. – Spá gerð: 24.02.2019 15:20. Gildir til: 26.02.2019 00:00.
Austan stormur (Gult ástand)
25 feb. kl. 20:00 – 23:59 – Gengur í austan storm, 18-23 m/s undir Eyjafjöllum annað kvöld með hviðum um 35 m/s, en hægari vindur vestantil á spásvæðinu. Varasöm akstursskylirði, sér í lagi fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Vestfirðir
Suðaustan hríð (Gult ástand)
24 feb. kl. 16:30 – 22:00 – Gengur í austan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu á láglendi, en talsverðri snjókomu og skafrenningi á fjallvegum með lélegu skyggni. Varasöm akstursskyrði.
Austurland að Glettingi
Suðvestan rok (Gult ástand)
26 feb. kl. 08:00 – 17:00 – Kröpp lægð nálgast landið og fer hún yfir það aðafarnótt þriðjudags. Í kjölfar hennar gengur í suðvestan storm eða rok, 18-25 m/s og slær líklega í ofsaveður, 25-30 m/s, með hviðum yfir 50 m/s á stöku stað. Þar af leiðandi eru líkur á foktjóni og hættulegum akstursskilyrðum. Ennþá er smá óvissa um hve kröpp lægðin verður og hver braut hennar verður og verða viðvaranir því uppfærðar eftir því sem að nýjar upplýsingar berast.
Austfirðir
Suðvestan rok (Gult ástand)
26 feb. kl. 06:00 – 16:00 – Kröpp lægð nálgast landið og fer hún yfir það aðafarnótt þriðjudags. Í kjölfar hennar gengur í suðvestan storm eða rok, 18-25 m/s og slær líklega í ofsaveður, 25-30 m/s, með hviðum yfir 50 m/s á stöku stað. Þar af leiðandi eru líkur á foktjóni og hættulegum akstursskilyrðum. Ennþá er smá óvissa um hve kröpp lægðin verður og hver braut hennar verður og verða viðvaranir því uppfærðar eftir því sem að nýjar upplýsingar berast.
Suðausturland
Suðvestan rok (Gult ástand)
26 feb. kl. 05:00 – 15:00 – Kröpp lægð nálgast landið og fer hún yfir það aðafarnótt þriðjudags. Í kjölfar hennar gengur í suðvestan storm eða rok, 18-25 m/s og slær líklega í ofsaveður, 25-30 m/s, með hviðum yfir 50 m/s á stöku stað. Þar af leiðandi eru líkur á foktjóni og hættulegum akstursskilyrðum. Ennþá er smá óvissa um hve kröpp lægðin verður og hver braut hennar verður og verða viðvaranir því uppfærðar eftir því sem að nýjar upplýsingar berast.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestan 15-25, en hægari vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti 1 til 7 stig. Minnkandi suðvestanátt og skúrir eða él um kvöldið.
Á miðvikudag:
Hæg suðlæg átt og bjart veður, en skýjað og stöku skúrir um sunnanvert landið. Hiti 1 til 5 stig, en vægt frost norðan heiða.
Á fimmtudag:
Suðaustan 8-15, dálítil rigning og hiti 1 til 6 stig, en þurrt og vægt frost á Norður- og Austurlandi.
Á föstudag:
Suðlæg átt og víða rigning, hiti 1 til 6 stig.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðaustanátt og kólnandi veður. Él norðantil á landinu en bjartviðri syðra.
Spá gerð: 24.02.2019 07:53. Gildir til: 03.03.2019 12:00.