Klukkan 21:23 í gærkvöldi (23. febrúar) varð jarðskjálfti af stærð 4,2 í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni.
Þetta er stærsti skjálfti á þessum stað frá áramótum. Smærri skjálfti varð nokkrum mínútum fyrr, eða kl. 21:17, hann var 2,7 að stærð.
Síðan hefur verið rólegt á svæðinu. Þann 28. desember 2018 varð skjálfti 4,8 að stærð á svipuðum slóðum. Engin gosórói hefur mælst á svæðinu.
Vikuyfirlit 11. febrúar – 17. febrúar
Um 260 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í sjöundu viku ársins, litlu fleiri en vikuna á undan. Virknin í Öræfajökli og Bárðarbungu var svipuð og í síðustu viku.
Stærsti skjálfti vikunnar varð 14. febrúar kl. 17:55 um fjóra kílómetra austnorðaustur af Keili, 2,6 að stærð. Engar jarðskjálftahrinur urðu í þessari viku. Þónokkrar tilkynningar bárust vegna sprenginga í tengslum við framkæmdir í Hafnarfjarðarhöfn 13. og 15. febrúar (um kl. 13:30 báða dagana).
Stærsti skjálfti vikunnar varð 14. febrúar kl. 17:55 um fjóra kílómetra austnorðaustur af Keili, 2,6 að stærð. Engar jarðskjálftahrinur urðu í þessari viku. Þónokkrar tilkynningar bárust vegna sprenginga í tengslum við framkæmdir í Hafnarfjarðarhöfn 13. og 15. febrúar (um kl. 13:30 báða dagana).
Umræða