Leigubílstjóri sem að staddur var í Hafnarfirði, varð fyrir árás frá farþega í gærkvöld en hann var stunginn með sprautunál.
Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum og tveir menn sem eru dyraverðir frá veitingahúsi voru handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls, í fangageymslu lögreglu. Árásarþolinn var bólginn í andliti eftir átökin.
Um miðnættið var tilkynnt um innbrot í skóla í Vesturbær Kópavogs en búið var að brjóta rúðu, fara inn og stela munum. Ungur maður var handtekinn skömmu síðar grunaður um innbrotið. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls, í fangageymslu lögreglu.
Laust eftir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í íbúð í Breiðholti. Árásaraðilinn var farinn af vettvangi er lögregla kom. Áverkar voru á andliti árásarþola og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar en um mikið ölvunarástand var um að ræða.
Nokkrir ökumenn voru handteknir vegna vímuefnaaksturs og bifreiðar reyndust vera ótryggðar og voru skráningarnúmer þeirra því klipptar af þeim. Mikill erill var hjá lögreglunni s.l. sólarhring skv. dagbók lögreglu.