-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Nafngreindu drenginn sem nauðgaði og myrti Aleshu MacPhail

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail.
Drengurinn sem er 16 ára, heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem bann við nafngreiningu á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi og er það gert vegna almannahagsmuna, að því er fram kemur í frétt The Guardian.
Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar og vakti málið strax mikinn óhug á Bretlandseyjum. Campbell var handtekinn í sumar grunaður um að hafa numið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og myrt hana eftir hrottalegt ofbeldi.

Móðir Aleshu MacPhail’s, Georgina Lochrane, yfirgefur hæstarétt í Glasgow á föstudag

Campbell hafði áður reynt að koma sökinni yfir á átján ára dreng að nafni Toni McLachlan en MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri.
Aaron Thomas Campbell  var fundinn sekur um morðið og nauðgunina núna í febrúar og skv. frétt Guardian er gert ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi og má hann eiga von á langri fangelsisvist og ævilanga skráningu yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi.