-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Allur fiskur á markað innanlands og lokað á erlent eignarhald í sjávarútvegi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Skip skulu landa öllum fiski á markað innanlands og verða annars svipt kvóta og veiðileyfi  

Rússnesk stjórnvöld skipa öllum útgerðum sem eiga fiskveiðiskip sem keypt hafa verið erlendis, að flytja þau tafarlaust til landsins og eigi síðar en þann 1. janúar 2022, þar sem þau verða tollafgreidd inn í Rússland.

Öllum afla frá rússneskum fiskiskipum, innlendum sem erlendum, verður að landa á innlendum markaði og allt erlent eignarhald í sjávarútvegi verður bannað í Rússlandi.  Aðgerðin á að stuðla að því að öllum fiski verði landað til vinnslu í Rússlandi til þess að verðmætin verði eftir í Rússlandi en ekki í öðrum ríkjum eða hugsanlega í skattaskjólum.

Rússnesk yfirvöld grípa jafnframt til þessara aðgerða til að efla eftirlit með eigin fiskveiðiauðlindum, kvóta og skipum. Skip sem ekki verða skráð í Rússlandi og fara ekki eftir nýjum lögum landsins verða svipt veiðileyfi og kvóta segir í frétt um málið.