Hugleiðingar veðurfræðings
Norðaustan 5-13 m/s og víða dálítil rigning eða snjókoma í dag, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti 1 til 6 stig, en nálægt frostmarki á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur á morgun, léttskýjað á sunnanverðu landinu og styttir upp fyrir norðan og austan. Snýst í vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna suðvestantil á landinu. Sunnan strekkingur og milt veður á föstudag. Súld eða rigning, en úrkomulítið norðan- og norðaustanlands.
Veðuryfirlit
500 km S af landinu er allvíðáttumikil 973 mb lægð, sem þokast NA og grynnist, en við Nýfundnaland er vaxandi 985 mb lægð, einnig á NA-leið.
Samantekt gerð: 24.02.2021 07:10.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 m/s í dag. Dálítil snjókoma eða rigning á N- og A-landi, skúrir suðaustantil en bjartviðri SV-lands. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld. Hæg norðlæg og síðar breytileg átt á morgun. Bjartviðri um landið S-vert, en dálítil snjókoma norðantil fyrir hádegi. Hiti 0 til 5 stig S-lands, annars vægt frost. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp á S- og V-landi.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægur vindur og bjartviðri, en þykknar upp með vaxandi suðaustanátt annað kvöld. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost í nótt.
Spá gerð: 24.02.2021 04:09. Gildir til: 25.02.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Hæg norðlæg og síðar breytileg átt. Bjartviðri um landið S-vert, en dálítil snjókoma norðantil fyrir hádegi. Hiti 0 til 5 stig S-lands, annars vægt frost. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp á S- og V-landi.
Á föstudag:
Sunnan 8-15 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 3 til 9 stig.
Á laugardag:
Hvöss sunnanátt og rigning, en þurrt að kalla NA-til á landinu. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar í veðri.
Á sunnudag:
Stíf suðvestanátt og éljagangur, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Vestlæg átt og dálítil él V-lands, en léttskýjað um landið A-vert. Kólnandi í bili.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með vætu S- og V-lands.