Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
24. febrúar 2021 kl. 10:41
Í dag kl. 10:05 varð skjálfti af stærð 5.7 um 3.3 km SSV af Keili á Reykjanesskaga. Hann fannst víða á Suðvesturhorni landsins, m.a. í Vestmannaeyjum. Margir eftirskjálftar hafa fundist.
Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með í samvinnu við lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum auk Veðurstofunnar. Lögreglan á Suðurnesjum fara núna um svæðið til að kanna áhrif skjálftans. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar farin á svæðið til að kanna aðstæður.
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu síðan 26. janúar.
Almannavarnadeild hvetur fólk á þekktum jarðskjálftasvæðum til kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna: https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/varnir-gegn-jardskjalfta/ Þar er einnig að finna leiðbeiningar um viðbrögð eftir jarðskjálfta: https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/eftir-jardskjalfta/
Discussion about this post