Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í kvöld, víða bjartviðri og kalt. Hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigningu. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig síðdegis. Skafrenningur og dálítil snjókoma um landið norðaustanvert og hiti kringum frostmark. Allhvöss sunnanátt annað kvöld með skúrum eða slydduéljum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og bjartviðri í kvöld, en vaxandi suðaustanátt í nótt og fyrramálið. Suðaustan 18-25 á morgun og snjókoma í fyrstu, síðan slydda eða rigning. Hlýnandi, hiti 2 til 6 stig síðdegis. Sunnan 13-18 undir kvöld með skúrum eða slydduéljum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og él, en bjartviðri um landið NA-vert. Kólnandi, frost víða 0 til 5 stig um kvöldið.
Á sunnudag:
Sunnan 3-10 og dálítil él, en léttskýjað á N- og A-landi. Vaxandi austanátt syðst um kvöldið. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á mánudag:
Norðaustanátt og snjókoma, en úrkomulítið V-til á landinu. Hiti um eða undir frostmarki. Slydda eða rigning um tíma SA-lands og frostlaust þar.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, stöku él og hiti kringum frostmark, en yfirleitt léttskýjað á NA- og A-landi með frosti að 5 stigum.
Á miðvikudag:
Suðaustanátt og slydda eða rigning, en þurrt N-lands.