Lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi eystra hafa í nótt aðstoðað fólk en bílar hafa verið að festast í ófærð og sköflum og aðrir lent út af þar sem mjög blint veður hefur verið á mörgum vegum.
Þegar þetta er ritað um kl. 06:00 er veðrið ekki enn á þeim buxunum að ganga niður. Því er ljóst að víða á svæðinu er ekkert ferðaveður á þjóðvegum, og innanbæjar gæti einnig víða verið ófært a.m.k. fyrir fólksbifreiðar.
Umræða