Tölvupóstur um að búið sé að koma fyrir sprengjum í Ráðhúsi Reykjanesbæjar barst á almennt netfang bæjarins í morgun. Víkurfréttir greina frá þessu. Þar segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri að skilaboðin hafi verið skrifuð á ensku.
Ákveðið var að rýma húsið en um eitt hundrað starfsmenn vinna þar. Málið er komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum og von er á sérfræðingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með leitarhund til að fara inn í húsið. Allur aðgangur að ráðhúsinu verður lokaður á meðan rannsókn lögreglu fer fram.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er hótunin mjög ótrúverðug. Hún er skrifuð á ensku og er rannsókn nú hafin á því hvaðan hún er send. Rannsókn á vettvangi er að verða lokið og telur lögreglan starfsmönnum óhætt að snúa aftur til vinnu.
Umræða