6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Skýrsla um lagareldi á Íslandi kynnt á opnum fundi

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Matvælaráðuneytið samdi síðastliðið sumar við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group um gerð skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi.

Ráðgjafafyrirtækið hefur nú lokið störfum og mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar á fundi á Grand Hótel, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 13.30.

Skýrslan gerir ítarlega úttekt á stöðu lagareldis á Íslandi ásamt framtíðarmöguleikum og áskorunum greinarinnar. Niðurstöður skýrslunnar munu nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Tekið var mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki.

Til samræmis við stjórnarsáttmála var áhersla lögð á að kortleggja tækifæri til sjálfbærs vaxtar greinarinnar með vísindalega þekkingu að leiðarljósi. Gerð var samanburðargreining við þau lönd sem stunda lagareldi ásamt úttekt á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa af hinni ýmsu starfsemi, þ.m.t. sjókvíaeldis.
Fundurinn verður opinn almenningi en jafnframt verður hægt að fylgjast með honum í streymi.