Íslensk kona lést á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær af völdum COVID-19. Konan var liðlega sjötug og og var í áhættuhópi þar sem hún hafði glímt við önnur langvarandi veikindi. Þetta kemur fram kemur í tilkynningu á vef Landspítalans sem birt var í morgun.
Þetta er fyrsta dauðsfallið á Landspítalanum af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Fyrir viku síðan lést ástralskur ferðamaður, 36 ára, á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík. Hann hafði verið á ferðalagi á svæðinu en var smitaður af kórónaveirunni. Bráðabirgðarkrufning sýndi fram á að banamein hans hafi að öllum líkindum verið COVID-19.
Umræða