Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hvítum Toyota Verso með skráningarnúmerið ZRM89, en bílnum var stolið á Sólvallagötu í Reykjavík í nótt.
Sjáist bíllinn í umferðinni þá vinsamlegast hringið tafarlaust í 112, en upplýsingum um hvar bíllinn er niðurkominn má sömuleiðis koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Umræða