Dagur B. Eggertsson á að segja af sér strax

,,Flugvöllur Dags B. og Rögnunefndarinnar verður aldrei í Hvassahrauni, það sér hver heilvita maður. Í raun ætti Dagur B. Eggertsson að segja af sér því að svona fólk á ekki að vera í þjónustu almenningins, sem tekur svona rangar og vanhugsaðar ákvarðanir.
Að kenna nefndina við Rögnu en ekki eldgosasvæðið í Hvassahrauni er blekkingarleikur og þekkt bragð þegar á að ljúga fólki, þ.e.a.s. að vera með eitthvað vörumerki sem á að vera merki um traust.
Hefur Rögnunefndin endurgreitt kostnaðinn?
Hefur þetta fólk endurgreitt þá miklu fjármuni sem þetta verkefni eða réttara sagt skrípaleikur kostaði? Ef ég ræð smið til að byggja hús og það hrynur daginn eftir, þá á ég rétt á að fá endurgreitt. Það sama hlýtur að gidla um þessi óvönduðu og vanhugsuðu vinnubrögð.
Þetta fólk í nefnd um byggingu á flugvelli á eldgosasvæðinu í Hvassahrauni, hafði allar upplýsingar frá jarðvísindadeild Háskóla Íslands og allan þann aðgang að fræðimönnum sem þarf til að sjá það að byggja upp flugvöll og hverfi fyrir þjónustu við hann á eldfjallasvæði er heimskulegra en að byggja hús á sandi.“
https://www.youtube.com/watch?v=zi39zNVFYVg