Pútín Rússlandsforseti misreiknaði sig á þrennan hátt þegar hann ákvað að ráðast á Úkraínu. Hann hélt að stjórn Úkraínu félli við minnsta andblæ; hann taldi ekkert geta staðið í vegi rússneska hersins; og hann taldi Bandaríkjastjórn ekki hæfa til að veita vestrænum ríkjum öfluga forystu. Þetta er skoðun breska tímaritsins The Economist. Bogi Ágústsson fer ítarlega yfir málið á rúv.is en mál og áhrif innrásarinnar í Úkraínu á norrænt samstarf voru meðal þess sem rætt var í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar 1.
Fjórar vikur eru liðnar frá innrás Rússa og öflug mótstaða Úkraínumanna hefur komið Rússum verulega á óvart. Hernaðarsérfræðingar segja að það sama gildi ekki um rússneska herinn, sem hefur orðið fyrir miklu meira mannfalli en stjórnvöld í Moskvu virðast hafa reikna með.
[Þá hafa allar þær yfirlýsingar sem Pútin hefur verið duglegur að lýsa yfir undanfarin ár um að her hans gæti yfirtekið Úkraínu á einni helgi. Fallið algerlega um sjálft sig. Nú blasir það við heiminum að Pútin er algerlega veruleikafirrtur þegar kemur að því að meta eigin styrk í hernaði og hefur það vakið mikla athygli um allan heim.]
,,Ef Rússar hafa misst 5-7000 þúsund hermenn er það gríðarleg blóðtaka, þeir misstu 13 þúsund manns í Afganistan í átökum sem stóðu í áratug. Það stríð er talið ein af ástæðum þess að Sovétríkin hrundu. Þá segir að í fréttaskýringaþætti Danmarks Radio sagði hernaðarsérfræðingur að Rússar hafi átt í erfiðleikum með birgðaflutninga, mat og eldsneyti og Úkraínumenn beita eins konar skæruliðataktík og ráðast á slíkar lestir.
Þá séu sextíu og fimm prósent úkraínska flughersins er enn nothæfur og þeir farið árásarferðir á hverjum degi gegn innrásarhernum. Rússar hafi ekki náð algerum yfirráðum í lofti eins og flestir bjuggust við. Economist segir að Joe Biden Bandaríkjaforseti verði að tryggja áframhaldandi samstöðu vestrænna ríkja. NATO hafi sýnt eindrægni og efli hernaðarstyrk sinn í Austur-Evrópu, Þjóðverjar hafi snúið frá huglítilli varnarmálastefnu. Þeir hafa ákveðið að stórauka útgjöld til varnarmála eins og fleiri þjóðir NATO“ að því er fram kemur í fréttinni.
https://gamli.frettatiminn.is/20/03/2022/putin-daemdur-fyrir-stridsglaepi/
https://gamli.frettatiminn.is/21/03/2022/putin-hefur-gert-stor-og-afdrifarik-mistok/