Um klukkan 03:00 í nótt var tilkynnt um átök í heimahúsi og var talað um að hnífi hafi verið beitt. Lögregla fór á staðinn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra.
Í ljós kom að líklega hafði hnífnum ekki verið beitt en aðilar á vettvangi voru með áverka eftir einhverskonar átök og þurftu einhverjir þeirra að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Málið er í rannsókn lögreglu og fimm gista fangageymslur vegna þess.
Umræða