Eyjafréttir greindu frá því , að maður hefði verið sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar í Heimaklett í Vestmannaeyjum, fyrr í kvöld eftir að hann hneig þar meðvitundarlaus niður er hann var í gönguferð með fólki.
Maðurinn er látinn. Þetta staðfestir lögreglan í Vestmannaeyjum.
Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.
Meðvitundarlaus maður sóttur uppá Heimaklett
Núna fyrr í dag fannst maður meðvitundarlaus uppá Heimakletti. Björgunarsveitin var kölluð til ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti manninn. Eyjafréttir höfðu samband við lögreglu sem staðfesti þetta en vildi ekki tjá sig frekar um málið eða líðan mannsins.