Ráðstefna: Miðvikudaginn 24. apríl 2019 kl. 9:00 – 18:30 í Norræna húsinu
Skjáskot, brennibolti, samfélagsmiðlar, jafnrétti og áhrifamáttur ungs fólks er einungis brot af því fjölbreytta viðfangsefni sem verður til umfjöllunar á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norðurlanda í fókus og utanríkisráðuneytisins sem haldin er í Norræna húsinu síðasta vetrardag, miðvikudaginn 24. apríl, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, opnar ráðstefnuna en meðal frummælenda eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri, Bergur Ebbi, rithöfundur, Najmo Fiyasko, Youtube áhrifavaldur, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar, svo að einhverjir séu nefndir.
Allar nánari upplýsingar veitir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, í síma 693 9064.
Nánar um ráðstefnuna:
Alþjóðakerfið einkennist af talsverðri óvissu um þessar mundir og ríki heims standa frammi fyrir stærri og erfiðari áskorunum en þau hafa þurft að glíma við lengi. Stór ríki hafa í auknum mæli hundsað alþjóðastofnanir og alþjóðasamninga sem hafa verið grundvöllurinn að regluverki alþjóðasamfélagsins. Á sama tíma og við sjáum valdamikil ríki sýna einangrunartilburði stöndum við frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem krefjast samvinnu ríkja og nægir þar að nefna loftslagsbreytingar sem dæmi.
Ísland býr yfir einstöku tækifæri til þess að láta að sér kveða á alþjóðavísu um þessar mundir. Við eigum nú sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, tókum við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni fyrr á þessu ári og munum innan skamms einnig gegna formennsku í Norðurskautsráðinu. Á þessum vettvangi leggur Ísland megin áherslu á ungt fólk, sjálfbæra ferðamennsku, málefni hafsins, loftslagsmál og vistvænar lausnir í orkumálum. Á sama tíma fylgist heimsbyggðin með ungri sænskri stúlku, Gretu Thunberg, sem hefur staðið vaktina í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hrifið íslenska stúdenta og ungmenni um allan heim til aðgerða.
Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman sérfræðinga, fræðimenn, nemendur, listamenn, kennara, embættismenn – í raun alla þá sem áhuga hafa á alþjóðamálum á Íslandi, til opinnar umræðu um helstu áskoranir og tækifæri Íslands í utanríkismálum.
Ráðstefnan samanstendur af sjö málstofum þar sem framsögumenn flytja áhugaverð erindi og í kjölfarið fara fram líflegar pallborðsumræður með valinkunnum gestum.
Dagskrá : Ráðstefnustjóri:
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
9:00 – 9:10 Setning ráðstefnu
Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands
9:10 – 9:20 Opnunarávarp
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
9:20 – 10:20 Áskoranir framtíðar: Ungt fólk til áhrifa
Skjáskot
Bergur Ebbi, rithöfundur
The Power of Social Media: No woman is free until all women are free (á ensku)
Najmo Fiyasko, nemi í FÁ og YouTube áhrifavaldur
Umræðustjórn: Ragnar Þorvarðarson, sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu
Pallborð: Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jökull Ingi Þorvaldsson, fulltrúi úr ritstjórn skuggaskýrslu barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, og Pétur Halldórsson, formaður Samtaka ungra umhverfissinna.
10:20 – 10:30 kaffi
10:30 – 11:30 Ímynd Norðurlanda: Friður og jafnrétti?
Jafnrétti sem útflutningsvara
Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild
Ísland og Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna
Davíð Logi Sigurðsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneyti
Umræðustjórn:Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins
Pallborð:Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK og UNU-GEST, Magnea Marínósdóttir, sérfræðingur á skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
11:30 – 12:00 Léttur hádegisverður
12:00 – 12:45 Framtíðin: Veðjað á voldug ríki eða alþjóðastofnanir?
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Umræður og spurningar úr sal að loknum erindum
12:45 – 13:45 Ísland, Bandaríkin og NATO á 21. Öld
Byggt á traustum grunni og reynslu
Hjálmar W. Hannesson, fyrrverandi sendiherra
NATO á nýrri öld: Tækifæri og áskoranir fyrir Ísland
Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá NATO
Umræðustjórn:Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins
Pallborð:Bjarni Bragi Kjartansson, alþjóðastjórnmálafræðingur, Björn Malmquist, fréttamaður á RÚV, Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
13:45 – 14:45 Þátttaka í samvinnu Evrópuríkja og framtíðarsamskiptin við Bretland
Sjálfbært efnahagssamband?
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra
Að horfa fram á veginn
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra
Umræðustjórn:Eva Heiða Önnudóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga
Pallborð:Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, Jóhanna Jónsdóttir, sérfræðingur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins
14:45 – 15:00 kaffi
15:00 – 16:00 Hernaðarumsvif á Norðurslóðum
Geopólitík og þjóðaréttur á Norðurskautinu
Bjarni Már Magnússon, dósent HR
Samstarf í öryggismálum á norðurslóðum
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins
Umræðustjórn: Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands
Pallborð:Bryndís Kjartansdóttir, sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, Sóley Kaldal, sérfræðingur í áhættugreiningum og norðurslóðamálum hjá Landhelgisgæslu Íslands
16:00 – 17:00 Litið til austurs: Samskipti Íslands og Asíu
Áhrif Íslands í Asíu
Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle
Kínversk-íslensk samskipti: Frá brenniboltum til hitaveitna
Hafliði Sævarsson, viðskiptafræðingur og verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands
Umræðustjórn:Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands
Pallborð:Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, Kristín Ingvarsdóttir, dagskrárstjóri í Norræna húsinu og sérfræðingur í japanskri samtímasögu, Ragnar Þorvarðarson, viðskipta- og Asíufræðingur, sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu.
17:00 – 17:15Samantekt: Ísland í samfélagi þjóðanna
Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar
17:15 – 18:30Móttaka í anddyri Norræna hússins
Jakob Birgisson, eða Meistari Jakob, slær á létta strengi um alþjóðamál í lok ráðstefnudags