Hjón á Suðurnesjum sem að voru ákærð fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og dóttur konunnar, voru sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Við þingfestingu málsins þá játuðu hjónin brot sín að hluta til en þinghaldið var lokað þar sem að um kynferðisbrotamál var um að ræða.
Maðurinn hlaut sex ára fangelsi og konan hlaut fimm ára fangelsi. Maðurinn var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og voru hjónin bæði úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald um leið og dómar voru kveðnir upp.
Umræða