-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Fjórir í haldi lögreglu vegna tveggja mjög alvarlegra líkamsárása

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fjórir karlmenn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar hennar á tveimur, mjög alvarlegum líkamsárásum í  umdæminu í gær. Málin eru ótengd, en það fyrra átti sér stað í Breiðholti um miðjan dag í gær og það seinna í Kópavogi undir miðnætti. Einn var handtekinn vegna fyrra málsins og þrír vegna þess seinna.
Árásarþolar, einn í hvoru máli, voru fluttir á slysadeild og er líðan þeirra eftir atvikum. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir hinum handteknu liggur ekki fyrir.
Ekki er hægt að greina frekar frá rannsókn málanna að svo stöddu.