Um tvö leitið í nótt var tilkynnt um ölvaðan erlendan ferðamann sem var til vandræða á hóteli í Reykjavík. Maðurinn átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli þar um og var viðkomandi því handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Kannað með ástand veitingastaða í hverfi 101 með tilliti til sóttvarna og hvort staðirnir skráðu gesti sína skv. reglum. Ástandið var víðast mjög gott og fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mátti gera.
Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 108 í gærkvöld, þar sem tveir menn réðust á mann. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir höggin. Árásaraðilar voru farnir af vettvangi en vitað er hverjir þeir eru. Málið er í rannsókn.
Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var ökumaður sem er aðeins 17 ára ( stúlka ) stöðvuð við akstur. Þegar bifreiðin stöðvaði loks eftir eftirför, þá steig ökumaðurinn út úr bifreiðinni án þess að tryggja bifreiðina, þannig að bifreiðin rann á lögreglubifreiðina. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og var að lokinni sýnatöku sótt af móður sinni á lögreglustöð. Tilkynning var send til Barnaverndar.
Mikið var um hávaðatilkynningar frá heimilum ( partý / tónlist ) á tímabili milli 23:00 – 05:00.