Þingmenn horfa annað, þegar aðför Samherja gegn Helga Seljan blasir við öllum
Árásir Samherja eru fordæmislausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður kjaftstopp. Það deilir enginn um staðreyndir. En þegar fyrirtækið er afhjúpað þannig að nakinn sannleikurinn blasir við þá eru viðbrögð þess að fara í herferð gegn Helga Seljan fréttamanni. Við erum að tala um milljarða fyrirtæki sem er risi meðal risa á landi hér.
Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast. Er það þetta sem við almenningur viljum? Að það sé ráðist á fréttafólk sem er að vinna sína vinnu? Það eru gerðir sjónvarpsþættir til þess að taka Helga niður og settir á netið þannig að þeir blasa við öllum, börnum jafnt sem fullorðnum. Efnið er ískaldur áróður þar sem hamast er á Helga og ekkert til sparað. Mánuðum saman.
Ég vil líka benda á hvernig áhrif flokka og fyrirtækja teygja sig inní alla króka og kima samfélagsins. Fólk hefur ítrekað sagt við mig: Ekki tjá þig um mál Helga, það getur skemmt fyrir þér. Ekki tjá þig um mál Jóns Ásgeirs sem var þar til nýlega fyrir dómstólum í 16 ár vegna óvildar DO og áhrifa hans inní kerfið. Það getur skemmt fyrir þér… Þetta heyrir maður útum allt. Best er bara að þegja með innsiglaðar varir.
Hverskonar samfélag viljum við? Þingmenn horfa annað þegar aðför Samherja gegn Helga Seljan blasir öllum við. Það tekur Samherji sem grænt ljós yfir siðferðisþröskuldinn. Ef fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleiðingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin útá ystu brún lýðræðis og tómið blasir við.
https://gamli.frettatiminn.is/23/04/2021/vilja-fa-samherjamenn-framselda-til-namibiu/
Árásir Samherja eru fordæmislausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður…
Posted by Bubbi Morthens on Saturday, 24 April 2021